top of page

MILLIHÖGGIN - HVAÐ ER MIKILVÆGST?

plane-truth-golf-logo-vector.png

Að mestu leyti eru það sömu þættir og í fullri sveiflu sem skipta mestu máli í millihöggum. Þegar tæknin er orðin góð skiptir lengdarstjórn mestu máli. Góð leið til að bæta lengdarstjórnun er að nota klukkukerfið sem oftast er kennt við David Pelz.

JPG_PGA_Island_logo.jpg

UPPSTILLINGIN OG HREYFINGAR

Hugmynd að uppstillingu fyrir millihögg.

  • Bil á milli fótanna ætti að vera nálægt 30 cm.

  • Boltinn er staðsettur í miðjunni á milli hælanna.

  • Fætur, mjaðmir og axlir vísa samsíða höggstefnu.

  • "V"­-ið sem myndast milli þumalfingurs og handarbaks hægri og vinstri handar í gripinu ætti að vísa upp í hægri öxl.

  • Líkamsþunginn ætti að vera örlítið meiri á fremri fæti og lóðrétt lína úr bringubeini og niður ætti að vísa rétt framan við boltann.

CIMG2234.jpg
CIMG2241.jpg

Gott viðmið er að hraðinn í sveiflunni ætti að vera um 70% af fullum krafti í öllum millihöggum. Lokastaðan ætti einnig alltaf að vera sú sama, hendurnar og gripendi kylfunnar ætti að stað- næmast við vinstri öxl í framsveiflunni.

KLUKKUKERFIÐ

Lengdarstjórnun í millihöggum ræðst af lengd aftursveiflunnar. Ef við getum hitt boltann rétt, haldið 70% af fullum sveiflukrafti og endað í sömu lokastöðu erum við komin með sterkt vopnabúr í lengdarstjórnun.

Trackman er mjög öflugt tæki til þess að mæla boltaflug. Ég mæli eindregið með því að þú notir áðurnefnda tækni, notir 2 eða 3 mislangar aftursveiflur með öllum fleygjárnunum þínum og látir Trackman mæla hversu langt boltinn flýgur. Persónulega notast ég við það kerfi að sveifla handleggjunum í mjaðmahæð fyrir styttri lengdirog svo vinstri handlegg í lárétta stöðu eða klukkan 9 fyrir millilengdir. Fyrir lengri millihögg sveifla ég handleggjunum í axlarhæð í aftursveiflunni eða um það bil til klukkan 10.

Ef þú hefur ekki aðgang að Trackman er lítið mál að skrefa vegalendir að holu eða mæla með fjarlægðarmæli og skrá hjá þér vegalengdirnar sem mismunandi fleygjárn og sveiflulengdir skila þér.

CIMG2660 (1).jpg
CIMG2662 (1).jpg

MYNDBÖND - MILLIHÖGG

bottom of page