top of page

PÚTTIN - HVAÐ ER MIKILVÆGAST?

plane-truth-golf-logo-vector.png

Allir ættu að geta náð upp góðri færni í púttum með ástundun og smá leiðsögn. Þrennt þarf að fara saman. Góð lengdarstjórnun, stefnustjórnun, reynsla og góð tilfinning fyrir flatarlestri. Góður grunnur, uppstilling og mið auðveldar eftirleikinn.

MIÐ OG UPPSTILLING

Handleggir hanga nokkuð frjálsir niður. Augun eru nálægt því að vera beint yfir boltanum. Boltastaða rétt vinstra megin við eða nálægt miðju þannig að kylfuhausinn liggur í miðjunni. Axlirnar vísa um það bil samsíða púttstefnunni vinstra megin.

SVEIFLUTAKTUR

Takturinn í púttstrokunni er einn af lykilþáttum góðrar lengdarstjórnunar. Ágætt viðmið er að kylfuhausinn sveiflist um það bil jafn langt í báðar áttir. 

Kylfuhausinn ætti að sveiflast aðeins hraðar í áttina að holunni en frá henni.

STEFNA KYLFUHAUSSINS

Stefna kylfuhaussins hefur mjög afgerandi áhrif á stefnuna í púttum.

CIMG2101.jpg

SVEIFLUFERILL

Sveifluferillinn hefur mikil áhrif á aðfallshornið. Almennt er ekki gott að aðfallshornið í púttum sé of bratt. Hæfilegt aðfallshorn næst með því að sveifla á inn-inn ferli (kylfuhausinn sveiflast aldrei út fyrir stöngina á myndinni.)

fullsizeoutput_25a.jpeg
PU%C3%8C%C2%81TT_TAKTUR_edited.jpg
GaedaGolf_kapa_FRONT-500x734_edited.jpg
CIMG2098%20(2)_edited.jpg

   NOKKRIR PUNKTAR UM TÖLFRÆÐI Í PÚTTUM - HVERS MEGUM VIÐ VÆNTA?

Lengdarstjórnun er mikilvægasti þátturinn í púttum. Hvers vegna er lengdarstjórnunin svo mikilvæg? Tölfræði PGA mótaraðarinnar segir okkur að þegar bestu kylfingar heims pútta af 2,4 metra færi eru helmings líkur á því að boltinn fari í holu. Fyrir almennan kylfing með 18 í forgjöf eru helmings líkur á að setja í holu af 1,5 metra færi. Tölfræðin segir okkur einnig að þegar PGA kylfingar pútta af 9 metra færi þá fer meðaltals höggafjöldi upp í 2,01 högg. Sem sagt líklegra er fyrir bestu kylfinga í heimi að þrípútta en að einpútta af 9 metra færi. Fyrir kylfinginn með 18 í forgjöf er það af 5,7 metra færi sem meðaltals höggafjöldinn fer yfir 2 högg. Fyrir meðal kylfinginn eru svo 78% líkur á því að setja í holu af 1 meters færi. Flestir þurfa því að komast inn fyrir þá vegalengd frá holunni til þess að geta sett flest púttin ofan í. Að auki er það góð speki að álykta sem svo að engin pútt sem ekki drífa að holunni fari ofan í. Að lokum má geta þess að of mikill hraði þegar boltinn kemur að holunni minkar þann hluta holunnar verulega sem tilbúinn er til að grípa boltann. Það hefur verið reiknað út af AimPoint að sá hraði sem mestar líkur gefur á því að pútt fari í holu er þannig að boltinn myndi stöðvast 15 til 30 cm lengra en holan ef hann færi framhjá holunni.

Screen%252520Shot%2525202019-08-05%25252
bottom of page