Nökkvi Gunnarsson

Nökkvi Gunnarsson er golfkennari Nesklúbbsins og hefur starfað við golfkennslu á vegum klúbbsins frá árinu 2006. Nökkvi hefur lokið fjölmörgum námskeiðum til að auka þekkingu sína á sviðinu. Réttindi:
-
PGA Golfkennari
-
Plane Truth Level 2
-
Trackman Level 2
-
AimPoint Level 2
-
USGTF Fully Certified Teching Professional
-
Boditrak Ground Force Certified Specialist
Auk fjölda annara námskeiða og fyrirlestra.
Nökkvi er tvöfaldur Íslandsmeistari 35 ára og eldri.
Aðstaðan
Við erum með frábæra kennsluaðstöðu á báðum stöðum. Trackman golfhermi af fullkomnustu gerð. Ásamt mörgu öðru skemmtilegu eins og Hack Motion úlnliðsmæli og Live View myndavél.
Á Nesvellinum frá byrjun maí og út september er kennsluaðstaðan innst í æfingaskýlinu. Frá miðjum nóvember og út apríl fer kennslan fram í Risinu inniaðstöðu Nesklúbbsins. Risið er staðsett á Eiðistorgi 11. Gengið er inn í Hagkaup og lyftan tekin upp á 3. hæð.
Verðskrá
-
Einkakennsla 30 mínútur - 7.000.-
-
Einkakennsla 60 mínútur - 14.000.-
-
Hópar (3-4 aðilar) 60 mínútur - 18.000.-