Kennarar - GæðaGolf

Nökkvi Gunnarsson

Screen Shot 2020-10-18 at 14.33.15.jpg

Nökkvi Gunnarsson er golfkennari Nesklúbbsins og hefur starfað við golfkennslu á vegum klúbbsins frá árinu 2006. Nökkvi hefur lokið fjölmörgum námskeiðum til að auka þekkingu sína á sviðinu. Réttindi:

 

  • PGA Golfkennari

  • Plane Truth Level 2

  • Trackman Level 2

  • AimPoint Level 2

  • USGTF Fully Certified Teching Professional

  • Boditrak Ground Force Certified Specialist

 

Auk fjölda annara námskeiða og fyrirlestra.

Nökkvi er tvöfaldur Íslandsmeistari 35 ára og eldri.

Verðskrá

Einkakennsla 30 mínútur - 8.000.-

Einkakennsla 60 mínútur - 16.000.-

 

Andri Ágústsson

​NÝLIÐAR OG ALMENN KENNSLA

Andri er 23 ára og hefur stundað golf af kappi frá unga aldri. Á unglingsárunum keppti hann margoft á unglingamótaröðinni og sótti öll þau mót sem í boði voru á þeirri mótaröð. Síðastliðin ár hefur Andri keppt á stigamótaröð fullorðinna og tók þátt í Íslandsmótinu í golfi árið 2020. Áhuginn hefur alltaf snúist mikið um íþróttir og þá sérstaklega golf. Andri stundar nú nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og mun ljúka bachelor gráðu vorið 2022. Markmiðið með náminu er að öðlast þekkingu á kennslu og þjálfun í íþróttum og hefur Andri sérhæft sig sérstaklega í golfi. Andri stefnir á PGA-kennara nám næsta vetur.

Verðskrá

Einkakennsla 30 mínútur - 6.000.-

Einkakennsla 60 mínútur - 12.000.-

Maggi mynd.jpg

Guðjón Grétar Daníelsson er með PGA golfkennararéttindi frá Íslenska PGA golfkennaraskólanum.  Hann er búinn að vera mikill áhugamaður um golf  í tæp 30 ár og tekið þátt í fjölda móta. 

Guðjón var í sveit eldri GRinga sem urðu  Íslandsmeistarar í sveitakeppninni  2017 og 2019. 

Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn í golfinu og vilt bæta þinn leik tekur Guðjón vel á móti þér. 

Verðskrá

Einkakennsla 30 mín 1-2 nemendur 7.000.-

Einkakennsla 60 mín 1-2 nemendur 14.000.-

Mynd f. gæðagolf.jpg

Nýliðakennsla

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Magnús starfað hjá Nesklúbbnum til fjölda ára við þjálfun barna -og unglinga. Hann keppir fyrir Nesklúbbinn á mótaröð GSÍ og var í A - sveit Nesklúbbsins í Íslandsmóti Golfklúbba. Maggi er einstaklega þægilegur og tekur vel á móti öllum sem vilja læra undirstöðuatriðin í golfinu. Hann stefnir á að hefja PGA - kennara nám næsta vetur.

Verðskrá

Einkakennsla 30 mínútur - 6.000.-

Einkakennsla 60 mínútur - 12.000.-

52D5FF9D-9B52-41D3-A143-43B9E1F8A169.jpe

Helga Kristín Einarsdóttir

hke.jpg

Helga hefur æft og stundað golf í mörg ár og býr yfir mikilli reynslu. Hún hefur tekið þátt á mótaröð GSÍ í gegnum árin og orðið í verðlaunasæti á Íslandsmótum í höggleik og holukeppni. Helga hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum íslenska kvennalandliðins í golfi, m.a. Evrópumótum og Heimsmeistaramóti. Einnig spilaði Helga háskólagolf í Bandaríkjum og var fyrirliði liðins og vann liðið deildina tvisvar. Helga kenndi í mörg ár á barna- og unglinganámskeiðum hjá Nesklúbbnum. Helga tekur vel á móti nýliðum jafnt og kylfingum sem vilja bæta sinn leik.

Einkakennsla 30 mín 1-2 nemendur 6.000.-

Einkakennsla 60 mín 1-2 nemendur 12.000.-

Magnús Máni Kjærnested

Guðjón Grétar Daníelsson

Aðstaðan

Við erum með frábæra kennsluaðstöðu á báðum stöðum. Trackman golfhermi af fullkomnustu gerð. Ásamt mörgu öðru skemmtilegu eins og Hack Motion úlnliðsmæli og Live View myndavél.

Á Nesvellinum frá byrjun maí og út september er kennsluaðstaðan innst í æfingaskýlinu. Frá miðjum nóvember og út apríl fer kennslan fram í Risinu inniaðstöðu Nesklúbbsins. Risið er staðsett á Eiðistorgi 11. Gengið er inn í Hagkaup og lyftan tekin upp á 3. hæð.

Æfingaboltar eru innifaldir í kennslu

fullsizeoutput_297.jpeg
Mynd: Friðþjófur Helgason