Rannsóknir

Í bæði BSc og meistaranámi sínu hefur Steinn sérhæft sig í golftengdum verkefnum og rannsóknum. Steinn var m.a. fulltrúi Háskólans í Reykjavík á UT Messunni 2017, sem er stærsta tækni og verkfræði ráðstefna sem haldin er hér á landi. Þar kynnti Steinn ásamt fleiri nemendum verkefni sitt sem fjallaði um hvernig hægt er að nýta vöðvarafritsmælingar (Electromyography) til þess að bæta golfsveiflu kylfinga.

Nánar um verkefnið má sjá hér.


Meðal annarra rannsóknarverkefna eru rannsókn sem kannaði samband sprengikrafts og sveifluhraða kylfinga annarsvegar í neðri útlimum og hins vegar efri útlimum.

Steinn er einnig hluti af golfteymi Össurar og Háskólans í Reykjavík sem í sameiningu vinnur að þrívíddar sveiflugreiningu fyrir kylfinga. Þetta er fyrsta golfrannsóknarverkefnið sem Össur vinnur að. Stefnt er að því að greiningin nýtist jafnt styttra og lengra komnum sem og einstaklingum sem vantar á útlimi og vilja bæta golfleik sinn.

©2018 by Gæðagolf. Proudly created with Wix.com