GRIPIÐ
Vinstri höndin er efri höndin í gripinu. Kylfugripið ætti að liggja að mestu í fingrunum frekar en í lófunum. Jarkinn á vinstri hendi ætti að liggja ofaná kylfugripinu.
Ef þú réttir úr báðum handleggjum og heldur þeim í lárettri stöðu þá ættu 2-3 kjúkur að vera sjáanlegar á vinstri hendi og 1-2 á hægri.
Gripþrýstingurinn ætti að vera frekar léttur. Ágætur maður sagði í gamla daga að gott væri að ímynda sér að haldið sé á fuglsunga. Hann ætti ekki að sleppa og þú ætlar heldur ekki að kremja hann.



Þrjár mismundandi aðferðir eru notaðar til þess að tengja hendurnar saman í gripinu. Engin þeirra er betri en önnur. Veldu þá sem þér finnst þægilegust.
Aðferðirnar eru á myndunum hér að neðan.



UPPSTILLING OG MIÐ

Fætur, mjaðmir og axlir vísa um það bil samsíða höggstefnu vinstra megin. Hné úr lás og kylfingur í góðu jafnvægi. Handleggir hanga frjálsir niður.
Axlabreidd á milli fóta. Kylfuhausinn liggur í miðjunni og boltinn rétt vinstra megin við miðjuna . Hendur aðeins framan við boltann sem gerir það að verkum að kylfuskaftið hallar aðeins í höggstefnu.

SVEIFLAN - 4 STÖÐUR
Það getur verið hjálplegt að reyna að sjá fyrir sér heildarmyndina í byrjun. Ein leið til þess er að skipta sveiflunni upp í 4 stöður og ná tökum á hverri og einni fyrir sig og púsla þeim svo saman í eina samfellda hreyfingu. Myndirnar og myndbandið hér að neðan hjálpa til við að læra stöðurnar.
STAÐA 0

STAÐA 1

STAÐA 2

STAÐA 3

STAÐA 0

STAÐA 1

STAÐA 2

STAÐA 3
