top of page
JPG_PGA_Island_logo.jpg

VIPPÆFINGAR

Gott er að blanda saman tækniæfingum og keppnislíkum æfingum.

plane-truth-golf-logo-vector.png

TÆKNIÆFINGAR

KEPPNISLÍKAR ÆFINGAR

Veldu 9 þægileg vipp, einu til þremur skrefum utan flatar. Vippaðu 5 boltum frá hverjum stað þangað til að þú nærð að minnsta kosti 3 af 5 í holu með vippi og einpútti

VIPPLEIKUR

Spilaðu 18 holur af vippum og púttum. 6 auðveldar, 6 miðlungs erfiðar, 6 erfiðar. Haltu utan um skor. Reyndu að bæta skorið þitt í hvert skipti sem þú spilar.

VIPPLEIKUR

Veldu 9 mismundandi högg í kringum vippflötina. 3 auðveld, 3 miðlungs, 3 erfið. Spilaðu öllum boltum út og haltu skor. Markmiðið er að klára á sem fæstum höggum. Reyndu að bæta metið þitt í hvert skipti sem þú spilar.

VIPPLEIKUR

Veldu 10 mismunandi vipp, 5 til 7 metra frá holu.Stigagjöf er eftirfarandi:Vippað í holu gefur mínus 1 stig. Vipp og einpútt gefur 0 stig. Vipp og tvípútt gefur 1 stig í plús. Markmiðið er að klára öll 10 vippin á +1 eða lægra skori. Þetta er erfið æfing.

VIPPLEIKUR

VIPPLEIKUR

Komdu þér fyrir um 10 metrum fyrir utan vippflötina. Í fyrsta högginu er markmiðið að komast rétt svo inn á flötina og í næsta aðeins lengra en fyrsta höggið. Sjáðu hvað þú getur komið mörgum  boltum fyrir á flötinni áður en þú ferð yfir flatarkantinn eða styttra en síðasti bolti. Ef þú ferð yfir flötina eða styttra en síðasta högg þá er byrjað aftur

VIPPLEIKUR

Settu niður 5 bolta af handahófi í kringum vippflötina og leiktu þeim öllum að sömu holu. Áður en þú slærð hvert högg skaltu ganga inn á flötina og setja niður smápening þar sem þú vilt að boltinn lendi. Haltu áfram með sama höggið þar til boltinn lendir nálægt peningnum. Ef boltinn lendir nálægt peningnum en endar ekki nálægt holunni skaltu færa peninginn til og endurtaka. Kláraðu öll 5 höggin á þennan hátt.

bottom of page