VIPP - HVAÐ ER MIKILVÆGAST?
Fyrst er að nefna hversu risastór partur af því að vera góður í höggunum í kringum flatirnar er að vera vel læs á það að velja auðveldasta og hentugasta höggið hverju sinni. Góð aðferð er að notast við 5 högga kerfið í þessum efnum. Kerfið er hægt að kynna sér neðst á þessari síðu.
Til þess að ná góðri færni í vippum með fleygjárnum þarftu að ná góðum tökum á eftirfarandi:
1. Aðfallshornið þarf að vera hæfilegt. Má ekki vera of bratt eða flatt.
2. Lágpunktur sveiflunnar þarf að vera vel staðfestur. Stjórnir þú þessu tvennu ættir þú alltaf að hitta boltann rétt. Tilfinninguna og lengdarstjórnunina býrðu svo til með ástundun æfinga.
1. RÉTT AÐFALLSHORN
2. RÉTTUR LÁGPUNKTUR
5 HÖGGA KERFIÐ OG UPPSTILLINGIN
5 högga kerfið tók ég í notkun fyrir nokkrum árum síðan og hef kennt það með góðum árangri síðan . Þú þarft að kunna nokkrar mismunandi tegundir af höggum í kringum flatirnar. Allt eftir því hvers aðstæður krefjast af þér hverju sinni. Ef landslagið býður þér upp á að halda boltanum á jörðinni þá gerir þú það. Þú skalt ekki lyfta boltanum að óþörfu. Ég notast við kerfi sem byggist upp á 5 mismunandi höggum sem raðað er upp eftir erfiðleika þar sem högg númer 1 er auðveldast og högg númer 5 erfiðast.
Þegar ég kem að boltanum mínum athuga ég hvort högg númer 1 sé í boði, ef ekki þá högg númer 2 og svo koll af kolli.

2 – PÚTTAÐFERÐ MEÐ BLENDINGI EÐA BRAUTARTRÉ
Ef þú þarft rétt að lyfta boltanum fyrsta spölinn td. yfir kylfufar, snarrót, vökvunarbúnað, dæld eða eitthvað annað er mjög árang ursríkt að nota púttaðferð með blendingi eða brautartré. Þessar kylfur hafa meiri fláa en pútterinn og því lyftist boltinn örlítið í byrjun.Þessar kylfur eru líka mun lengri en pútterinn og því skaltu grípa neðarlega á skaftið, jafnvel þannig að hendurnar fari niður fyrir gúmmíið. Síðan skaltu reisa skaft kylfunnar aðeins upp þannig að tá kylfunnar snerti grasið en hællinn ekki.

HÖGGIN ERU EFTIRFARANDI:
1 – PÚTT
Ef aðstæður leyfa skalt þú ekki hika við að nota pútterinn fyrir utan flöt. Ef grasið er snöggslegið og ekki mikið um ójöfnur eða annað sem haft getur áhrif á leið boltans þá mæli ég með því að nota pútterinn og púttaðferð.

3 – VIPP
Ég skilgreini vippið þannig að boltinn rúllar meira en hann flýgur. Í þetta högg er hægt að notast við flestar járnkylfur en algengast er að nota 7, 8, 9 og fleygjárn. Aðferðin er þannig að boltastaða er fyrir miðju eða hægra megin við miðju. Gripendi kylfunnar yfir vinstra læri sem þýðir að skaftið hallar nokkrar gráður í höggstefnu.
Líkamsþungi meiri á vinstri fæti. Kylfunni er svo sveiflað lágt og í kringum líkamann í aftursveiflunni til þess að gera aðfallshorn kylfunnar flatt og þannig að hún lendi aftan á boltanum.
4 – HÆRRI VIPP / PITCH
Nú er boltinn farinn að fljúga meira og rúlla minna. Í þessu höggi er algengast að nota fleygjárn eða sandjárn. Aðferðin er þannig að boltastaða er í miðju eða örlítið vinstra megin við miðju og kylfuskaftið er lóðrétt eða hallar örlítið í höggstefnu. Í högginu sjálfu er kylfuhausinn meðvitað látinn taka fram úr höndum og honum fleytt eftir grasinu og undir boltann. Hægri höndin ætti að stjórna og hreyfingu hennar má líkja við það að kasta bolta undirhandar í átt að skotmarkinu. Mikilvægt er einnig að klára að snúa líkamanum í gegnum höggið þannig að efri hluti líkamans vísi í höggstefnu í lokastöðunni.


5 – LOBB
Skilgreiningin á þessu höggi er sú að boltinn flýgur hátt og stöðvast svo mjög fljótt. Hér notast þú við þá kylfu sem mestan hefur fláa í settinu. Aðferðin er að öllu leyti eins og í höggi númer 4 nema að hér vísar þú líkamanum töluvert vinstra megin við höggstefnu. Kylfuhausnum er eftir sem áður miðað á skotmarkið og sveiflað í þá stefnu. Með þessu móti er kylfuhausinn sífellt að auka við fláann og því ætti boltinn að fljúga hærra en áður og stöðvast fyrr. Í höggum númer 4 og 5 er mjög mikilvægt að skoða það hvernig boltinn liggur. Ef hann liggur á hörðu svæði þar sem lítið er um gras þá minnkar það líkurnar á því að hægt sé að renna kylfuhausnum undir boltann. Því væri líklega árangursríkast að notast við högg númer 3 úr þeirri stöðu og jafnvel sætta sig við að eiga lengra pútt eftir. Það sama á við ef boltinn liggur í miklum niðurhalla eða í kylfufari.