top of page
plane-truth-golf-logo-vector.png

SVEIFLAN - HVAÐ ER MIKILVÆGAST?

JPG_PGA_Island_logo.jpg

"Eini tilgangur golfsveiflunnar er að framkalla rétta höggstöðu sem auðvelt er að endurtaka. Sama hvaða aðferð er beitt" John Jacobs

Með þessum orðum átti sá gamli meistari við að ef að þú hittir boltann vel og veist hvert hann flýgur þá er tilgangnum náð.

Aftursveiflur.jpg
Bættu-boltaflugið.jpg

Það þarf ekki annað en að horfa á myndina hér að ofan af þremur kylfingum sem allir hafa unnið Risamót og átt glæsilega ferla til að sjá að aðferðir geta verið misjafnar og árangursríkar.

Það sem mestu máli skiptir er að kylfingur nái upp góðri færni við að stýra hverjum og einum af eftirfarandi 4 þáttum:

1. HITTU Á MIÐJU

Hvar boltinn lendir á kylfuhausnum hefur mikil áhrif á högglengd, stefnu og flughæð boltans.

CIMG2667.JPG

2. RÉTTUR LÁGPUNKTUR

Réttur lágpunktur hefur mikil áhrif á högglengd og spuna boltans. Í brautarhöggum ætti lægsti punktur sveiflunnar að vera staðsettur nokkrum sentimetrum eftir að boltinn er hittur. Kylfufarið ætti því að byrja um það bil þar sem boltinn liggur og halda svo áfram í áttina að skotmarkinu.

CIMG2060 (1).jpg
CIMG2001 (1).jpg

3. STEFNA KYLFUHAUSSINS

Stefna kylfuhaussins þegar boltinn er hittur hefur mjög afgerandi áhrif á byrjunarstefnu boltans, um 75%. Mismunur á stefnu kylfuhaussins og sveifluferilsins verður til þess að hliðarsnúningur myndast og sveigja kemur á flug boltans. Á myndinni hér til hliðar táknar bláa línan sveifluferilinn og sú rauða stefnu kylfuhaussins. Í því tilfelli kæmi hægri sveigur á flug boltans.

CIMG1991.jpg

4. SVEIFLUFERILLINN

Til að slá bein högg í átt að skotmarkinu þarf kylfuhausinn að sveiflast í áttina að skotmarkinu þegar boltinn er hittur. Stefna kylfuhaussins á sama augnabliki þarf að vera sú sama.

CIMG1992.jpg

AÐ ÞVÍ SÖGÐU....

Í sinni einföldustu mynd þá eru það ofangreindir 4 þættir sem stjórna flugi boltans. Til þess að auðvelda það að ná upp góðri færni í þeim þáttum er mikilvægt að bera sig rétt að í undirbúningnum fyrir höggið. Líkamsstaðan, miðið og gripið þurfa að vera innan ákveðinna marka þótt auðvitað séu alltaf einhver frávik í lagi.

CIMG2675.jpg
CIMG2676.jpg

Fætur, mjaðmir og axlir vísa um það bil samsíða höggstefnu vinstra megin. Hné úr lás og kylfingur í góðu jafnvægi. Handleggir hanga frjálsir niður.

Axlabreidd á milli fóta. Kylfuhausinn liggur í miðjunni og boltinn rétt vinstra megin við miðjuna . Hendur aðeins framan við boltann sem gerir það að verkum að kylfuskaftið hallar aðeins í höggstefnu.

fullsizeoutput_17d.jpeg

Gripþrýstingurinn ætti að vera frekar léttur. Ekki kreista kylfuna. Ágætt viðmið að línurnar sem myndast á milli þumalfingurs og handarbaks vísi báðar í átt að hægri öxl.

bottom of page