Það þarf ekki annað en að horfa á myndina hér að ofan af þremur kylfingum sem allir hafa unnið Risamót og átt glæsilega ferla til að sjá að aðferðir geta verið misjafnar og árangursríkar.
Það sem mestu máli skiptir er að kylfingur nái upp góðri færni við að stýra hverjum og einum af eftirfarandi 4 þáttum:
1. HITTU Á MIÐJU
2. RÉTTUR LÁGPUNKTUR
3. STEFNA KYLFUHAUSSINS
4. SVEIFLUFERILLINN
AÐ ÞVÍ SÖGÐU....
Í sinni einföldustu mynd þá eru það ofangreindir 4 þættir sem stjórna flugi boltans. Til þess að auðvelda það að ná upp góðri færni í þeim þáttum er mikilvægt að bera sig rétt að í undirbúningnum fyrir höggið. Líkamsstaðan, miðið og gripið þurfa að vera innan ákveðinna marka þótt auðvitað séu alltaf einhver frávik í lagi.


Fætur, mjaðmir og axlir vísa um það bil samsíða höggstefnu vinstra megin. Hné úr lás og kylfingur í góðu jafnvægi. Handleggir hanga frjálsir niður.
Axlabreidd á milli fóta. Kylfuhausinn liggur í miðjunni og boltinn rétt vinstra megin við miðjuna . Hendur aðeins framan við boltann sem gerir það að verkum að kylfuskaftið hallar aðeins í höggstefnu.

Gripþrýstingurinn ætti að vera frekar léttur. Ekki kreista kylfuna. Ágætt viðmið að línurnar sem myndast á milli þumalfingurs og handarbaks vísi báðar í átt að hægri öxl.